Síðasta hlaup ársins

Við vorum búnar að tala okkur saman um að ég myndi vera fyrir utan hjá Þóru Hrönn kl 5...
Ég var amk hálftíma of snemma í því... misreiknaði mig, þurfti að hlaupa við á pósthúsinu og sækja lítinn pakka, en í honum var ,,silfur nóta" sérstök verðlaun fyrir að hlaupa 2 músíkmaraþon á árinu. 
Ég á tvær svona nótur fyrir.

Við fórum ,,nettan Norðurbæ" eins og Þóra Hrönn orðaði það. Það var svo æðislegt að hlaupa með vinkonu Kissing Hringurinn hjá mér mældist 12,3 km... og er síðasta hlaup ársins hjá mér. 

Á morgun fljúgum við hjónin til Flórída og ég hleyp í Mississippi, Georgíu og Flórída. Þóra Hrönn fer til Alaska í ævintýralega sleðaferð tveim dögum áður en ég kem heim, þannig að við hlaupum ekki aftur saman fyrr en í lok febrúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband