,,Hlaupið" í ófærðinni

Ég náði ekki í Þóru Hrönn fyrr en um hádegið og þá var hún búin að hlaupa og á leið í vinnu. Ég notaði morguninn til að baka smákökur... svo gott fyrir hina að vakna við kökuilminn Tounge

Ég valdi mér hlaupaskó ,,ecco" og græjaði mig... Í þessu færi virka laugavegshlífarnar snilldarlega vel. Það var ekki svo kalt, en færið var skelfing Frown en hlífarnar vörnuðu snjónum að fara ofaní skóna  Joyful 
Ég hljóp samviskusamlega laugardagshringinn í næstu bæjarfélög þ.e. Garðabæ, Kópavog og Álftanes. Sumstaðar reyndi ég að hlaupa á götunni því gangstéttarnar voru notaðar til að geyma snjóinn sem hafði verið á götunum. Einu sinni fór ég á hausinn og í annað sinn munaði litlu...

Ekki hafði ég verið vitur með skóvalið... Ecco-skórnir voru hreinlega að drepa mig hálfa leiðina, bæði sleipir og harðir fyrir tábergið. Ef ég hefði verið með síma hefði ég sennilega freistast til að láta sækja mig.

Þrátt fyrir kulda, fótaverk og ófærð... naut ég þess að vera úti og fara þennan hring sem mældist 19,6 km...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband