Seattle Maraþon, Washington, 30.11.2008

Amica Insurance Seattle Marathon & Half Marathon,
Seattle,
WA USA November 30, 2008  http://www.seattlemarathon.org/

Hæðarkort af hlaupaleiðinni... Elevation Chart

Seattle 30.nóv.2008Klukkan var stillt á 6:00... en við erum á kolvitlausum tíma hérna... mér fannst ég vera mest alla nóttina vakandi með lokuð augu... fór á fætur um 4:30.
Það er svo sem ekkert verra að hafa nógan tíma til að græja sig af stað. Það var ca. hálftíma keyrsla á startið.
Við vorum komin þangað 1 klst og korter fyrir start.

Seattle 30.nóv.2008Ég upplifði undarlegasta start EVER.

Fyrst var maraþon göngufólkið ræst 7:15... það er nú í lagi, en síðan var hálfmaraþon göngufólkið ræst, svo hálfmaraþonið og síðast maraþonið ???

Seattle 30.nóv.2008Maraþonið var ræst kl. 8:15... það voru brekkur og alles... sannkallað fjallahlaup á köflum. Skoðið hæðarkortið fyrir ofan. Veðrið hélst ,,þurrt"... þ.e. það rigndi ekki, en það var svarta þoka og allar götur rennandi blautar og hálar eftir því.  Á 7.mílu hélt ég að ég kæmist ekki lengra... hefði þurft að vera á broddum - en fyrir Guðs mildi komst ég á leiðarenda og á ágætis tíma. 5:09:30 á mína klukku.
Ég get ekki dæmt um hvort maraþonið var rétt mælt því gps-ið datt oft út á leiðinni, í undirgöngum og milli háhýsa. Klukkan sýnir að það vanti kílómeter. 
W00t   Gott að þetta er búið   W00t

Washington er 30. fylkið sem ég hleyp í, þetta er 97 maraþonið mitt... og það fyrsta sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið og hlaupið. Það styttist í öll fylkin.

Kveðja, Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Takk fyrir góðar kveðjur 
Vona að hlaupin gangi vel hjá þér heima.
Kveðja, Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 1.12.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins er flögutíminn 5:09:38
BRYNDIS SVAVARSDOTTIR (F52) 5:10:27 1814   612/27   F50-54  5:09:38

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 1.12.2008 kl. 15:08

4 identicon

Sæl Bryndís   mín til hamingju   með afmælið   og hlaupið,   fínn   tími

             í  svona   erfiðu  hlaupi  og vel af sér   vikið  , 

                          gangi þér vel með næsta  ,.

                                                hafðu það   gott  heilsa Lúlla,

                                                             kveðja     Soffía.

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Takk fyrir Soffia
Nu er ég i Santa Barbara, fer til Redondo Beach á morgun og til Las Vegas á laugardag.
Bestu kveðjur og vona að allt gangi vel hjá þér.
Bryndis

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 4.12.2008 kl. 17:36

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Auðvitað var hlaupið á afmælisdaginn, líka hlaupið til heiðurs Björgu vinkonu... við eigum afmæli sama dag  ... hvernig gat ég gleymt að nefna það  
Fyrirgefðu Björg  þú veist ég man alltaf eftir afmælinu

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 9.12.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband