Gögnin sótt í Ashland, Wisconcin

Við fórum eftir hádegið að sækja gögnin fyrir Whistle Stop Marathonið. Expoið er í 5 mín. fjarlægð frá mótelinu okkar. Ég hafði óvart skráð mig í Fituflokk... yfirþyngd... Clydersdale... öðru nafni.  Ég hafði nú ekki haft hugmynd um hvað þetta þýddi, en þegar konan ætlaði að afhenda mér gögnin, varð ég að stíga á vikt til að sanna kílóin - TAKK FYRIR... en svo hlógum við bara að þessu.  Pastaveislan var innifalin og Cat Stevens lék live undir... eða við heyrðum engan mun.

Við Lúlli vorum að ræða uppákomuna með viktina - þegar við vorum ávörpuð af Íslendingi, Gunnari Valdimarssyni (http://www.umanitoba.ca/science/zoology/faculty/valdimarsson/research/main.html
sem ætlar hálft maraþon, en hann býr í Kanada. Hann og samkennarnar hans gista í klst. fjarlægð, fengu ekki gistingu nær.

WhistleStopMarathon Ashland Wi. 11.10.2008 Á morgun á ég að mæta fyrir kl 8 á þennan sama stað til að fara í rútuna sem keyrir mig á startið en þetta maraþon er hlaupið heiðurs Árnýju því hún á afmæli á morgun 11.okt.

Það er rosalega flott hvernig veggir bygginga eru málaðir/skreyttir hér í Ashland... eins og má sjá á þessari mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband