Komin á götuna aftur !

Ég hef tekið það rólega síðan ég hljóp Reykjavíkurmaraþon...
í gær sendi Gunnlaugi leiðbeinanda mínum BA ritgerðina...(sem ég vona heitt og innilega að ég geti prentað út og skilað fljótlega)...

Um leið og ég sendi hana skrifaði ég honum, að á hverju kvöldi undanfarið hefði ég haldið að ég væri búin með hana og ef ég væri vínmanneskja, væri ég búin að liggja í því undanfarið... til að halda upp á það  Sick
Hann var fljótur að svara.... farðu frekar út að hlaupa í rokinu en að fá þér vínglas....

Og ég fór um hádegið í dag... ég er sem sagt komin á götuna aftur  Wink

Þar sem þessi tími er utan venjulegs hlaupatíma, hljóp ég ein og að heiman, ég setti saman ágætishring.... hljóp nýja göngustíginn meðfram sjónum þar til ég kom inn í gamla Víðistaðahringinn minn öfugan, og við 10-11 í Setbergi fór ég inn í Áslandsbrekkurnar, en eins og í síðustu skipti, fór ég beint yfir á Ásatorgi og kringum Ástjörnina og heim.  Ég náði 10,7 km...

Ég er hjartanlega sammála Gunnlaugi, það er miklu betra að fara út að hlaupa í rokinu (og rigningunni) en að fá sér vínglas.  Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband