Rútínan skiptir máli

Gullið mitt hélt einu sinni að mér fyndist eitthvað voðalega leiðinlegt að hlaupa alltaf sömu hringina. Þetta var á þeim árum sem ég átti mældar leiðir út um allan bæ en hélt mest upp á Hrafnistuhringinn, sem bauð upp á ótal lengingarmöguleika.

Þegar ég vopnaðist GPS úrinu, þá varð ég frjáls.... nú veit ég alltaf hvað ég er að hlaupa langt.... þá kemur óvænt upp á borðið að það er samt sem áður rútínan sem gildir.
Það skiptir máli að vita hvert á að fara... það skiptir máli, þegar maður hleypur með öðrum, að hlaupa á ákveðnum tíma og ákveðinn hring á ákveðnum degi. 

Kl 10 í morgun hittumst við 3 við Lækjarskóla, ég, Ingileif og Þóra Hrönn.  Þóra Hrönn vissi að Magga ætlaði að hitta okkur í Garðabæ, en engin átti von á Þórdísi við Kaplakrikaundirgöngin. Þannig að það var ekki bara tíminn sem þurfti að passa, heldur hringurinn líka. 

Mér finnst þessi rúntur um Garðabæ alveg sérlega skemmtilegur og kósí.
Við fórum hring um bæinn að Arnarnesinu meðtöldu. Það var heitt og ég drakk ekki nóg á leiðinni. Síðan brann ég undan svitanum undir höndunum og stytti þá leiðina eitthvað með því að koma við heima hjá Þórdísi og fá vaselín.

Þar sem ég hljóp að heiman og heim, náði ég sléttum 21 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir gott hlaup Bryndís. Við Ingileif enduðum í 18 km og Þórdís örugglega eitthvað svipað því við kvöddum hana við gatnamótin hjá Hrafnistu. Magga ætlaði eitthvað álíka og þú. Næst er það á mánudag samkv. plani.

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband