Ein hetjan enn...


Það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn hafi verið frábær.
Við Þórdís hlupum 10,5 km kl 9 í morgun og eftir hádegið gekk ég á Helgafell, með Hörpu, Óla, strákunum, vini þeirra og Mílu. Gabríel 4 ára var að fara í fyrsta sinn.

Sá sem gengur á Helgafell er HETJA.... ekki spurning. Veðrið var æðislegt. Gabríel gekk alla leið upp og næstum alla leið til baka.... hann var svo óstöðvandi um kvöldið.... alls ekki hægt að merkja fjallgöngu á honum, en Míla var gjörsamlega búin enda bara 4 mán... steinsofnaði á pallinum.

Þá hafa öll barnabörnin gengið á Helgafell.... öll orðin hetjur.  Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, Ég var að koma inn eftir einn nettan norðurbæ með smá slaufu. Verð að viðurkenna að ég saknaði félagsskapar. En ég fór á laugardaginn í sveitinni 15 km og rúmlega það. Ætla að fara á morgun og vonast til að einhver ykkar láti sjá sig.

Kveðja,Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband