Governor´s Cup Marathon, Helena Montana, 7.júní 2008

... SmileSmileMaraþon í Montana 7.6.2008

Montana Governor's Cup Marathon Helena, MT USA , June 7, 2008  http://www.govcup.bcbsmt.com/

Ég svaf ekkert sérstaklega vel... var alltaf að bylta mér, en klukkan hringdi kl 5 og um 6 keyrðum við á startið.
Á leiðinni í hlaupið keyrðum við framhjá 3 dádýrum á beit í húsagarði.... inni í miðjum bænum. Við áttuðum okkur ekki á að stoppa og taka mynd... og þau voru farin þegar Lúlli keyrði framhjá í bakaleiðinni. 

Það var skítakuldi, en ekki lengi. Hlaupið var ræst kl. 6:30. Keppendur frekar fáir, sem fara heilt maraþon. Ég sem skráði mig í fyrradag var nr. 99. Leiðin var ekki spennandi, hlaupið langar beinar götur út úr bænum, stundum á malarvegi.

Maraþon í Montana 2008Það var búið að spá þrumuveðri í gær og skúrum í dag, en það rættist sem betur fer ekki. Við fengum sterkan mótvind eftir að við snérum við, þ.e. síðustu 11 mílurnar, síðan var nokkuð um brekkur á fyrstu og síðustu mílunum.

Á milli 14 og 15 mílu var snúið við og að hluta til farin sama leið til baka. Síðustu 10 mílurnar var ég samferða annarri konu og síðan bættist vinkona hennar í hópinn og gerðist þjálfari okkar. Hún var ekki í maraþoninu en hljóp með okkur síðustu 7-8 mílurnar.

Ég er nokkuð ánægð með minn tíma, 5:46:30 á mína klukku.  
(myndir birtar með góðfúslegu leyfi Bíðara nr.1)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konan mín er frá Helena Montana. Hún hljóp þetta hlaup á hverju ári áður en hún kynntist mér.

Baráttukveðjur.

Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:09

2 identicon

til hamingju BRYNDÍS MÍN , FRÁBÆRT hjá þér, ég hef ekkert hlaupið sjálf

lengi , sonurinn kom með fjölskyldunna 4 júni og fór 15 , svo maður

hefur bara verið með þeim.

kveðja Soffía ,

gangi þér vel ,

soffia (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband