New Mexico Maraþon, 2.sept.2007

New Mexico MaraþonÉg þurfti að vakna snemma fyrir síðasta hlaup, en nú þurfti ég að vakna klst. fyrr.  Ég hefði mátt sofa betur..... en ég er svo sem vön að vakna þreytt, hef bara einu sinni á ævinni vaknað óþreytt.  Ég hef það fyrir vana að hafa klst. til að undirbúa mig fyrir hlaupið og svo þarf að reikna tíma til að komast á staðinn.  Vaknaði kl 3.  Bíðarinn kom mér í rútuna stundvíslega kl. 4:15.......

Þetta er hlaup frá A til B, eins og svo oft hér og við vorum keyrð upp í einhverjar hæðir fyrir ofan bæinn.  Hlaupið var ræst kl. 5:30 og fyrsta klst. var myrkur.  Fyrstu 8 mílurnar vorum við í þessum ,,rolling hills".  

New Mexico MaraþonÓþægilegt að hlaupa í svarta myrkri..... göturnar eru svo ójafnar.  Eftir það kom 6 mílna löng brekka niður í borgina og hálft maraþon var að mestu leiti eftir endalausum og hundleiðinlegum göngustíg..... síðustu 2-3 mílurnar voru eftir vegi. 

Þetta var erfitt hlaup, ég fór of hratt af stað í myrkrinu, mér finnst alltaf erfitt að hlaupa niður brattar brekkur, svo hitnaði þegar steikjandi sólin kom, loftið þunnt og rosalegur raki, hélt ég en einn commentaði að loftið væri mjög þurrt.  Allavega....það var eins og að anda að sér vegg.  Þegar ég var komin á göngustíginn (þar var molla) var ég nær hætt að reyna að hlaupa.... ég stóð alltaf á öndinni ef ég reyndi það..... ég viss um að ég gekk um helminginn af leiðinni. 

New Mexico MaraþonÁ 20. mílu var konan fyrir framan mig leidd í sjúkrabíl, og konan sem kom í mark á eftir mér.... sagði við manninn sinn (bíðarann sinn) að hún hefði tvisvar fengið súrefni á leiðinni.  Ég hefði verið í ofþornun á leiðinni ef ókunnugt fólk hefði ekki bjargað mér.    Það voru drykkjarstöðvar á annarri hverri mílu og þar var boðið upp á hlandvolgt Gatorate og vatn.... sem varð alltaf ólystugra með hverri mílu.... ég þrælaði því niður, maður verður að hafa orku. 

Mig langaði svo í ískalt kók að ég spurði par sem var að hvetja rétt hjá drykkjarstöð, hvort það ætti kók....... nei það átti það ekki, en rétt áður en ég sveigði niður á göngustíginn keyrðu þau upp að mér og réttu mér 1 líter af ísköldu kóki og ég drakk Takk Jesúsþennan líter á næstu 3 mílum.  Bjargaði mér alveg.

Ég hafði makað sólarvörn 50 á sólbrunann frá síðasta hlaupi.  Það dugði svo að ég sólbrann ekki meira..... en ég fékk stóran vatnsblöðru poka á versta brunastaðinn, nokkra minni annars staðar.

Hvað maður leggur á sig..... ég verð að fara að æfa almennilega ef ég ætla að lifa öll fylkin af.  Það góða var að hlaupið byrjaði svo snemma að ég náði að fara í sturtu, þó ég væri 6 tíma.  En oft verðum við að tékka okkur út um miðja nótt, ef við ætlum að keyra áfram sama dag.

Við keyrðum til Colorado Springs um eftir miðdaginn.... um 5 tíma keyrsla.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband