,,Detta" niður hlaup hjá Byltum ?

Jæja Byltur,

Ég veit að ég þarf ekkert að vera með svipuna á ykkur, þið hafið örugglega hlaupið þessa viku eins og planið segir.  Ég hef heyrt að það rigni heima ...... það rigndi líka hér í gærkvöldi. 

Rigndi með látum.... þrumur og hvaðeina... Og ég sem setti í þvottavél fyrr um daginn.... hefði nægt að hlaupa 2 hringi í kringum hótelið, einn meðan rigndi og hinn þegar það hafði stytt upp..... þvottur og þurrkun.   Whistling

En Byltur, þið látið ekki hug,,fallast" þó vegalengdir aukist, þó rigni, kólni og hvessi..... Berjist áfram, Hverjar eru bestar..... Byltur

PS.  Það hefur enginn skráð sig enn í Bíðarafélagið.... skrítið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bryndís, Verð að viðurkenna að mér fallast aðeins (fætur) þegar ég sé hvaða vegalengdir eru í boði. Ég hef reyndar verið að hlaupa á eftir hreindýrum og þurfti svo að vinna á fimmtudag. En hvatning frá þér hlýtur að koma mér af stað. Annars gangi þér alveg ofsalega vel.

Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 08:56

2 identicon

Glæsilegt hjá þér Þóra Hrönn að elta hreindýrin.  Það er engin smá hlaup um holt og hæðir.  Takk fyrir óskirnar og gangi þér vel.  Við hlaupum svo saman áður en varir.

Kveðja Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband