Forsetaheimsókn

Við mættum þrjár, sannkallaðar hetjur.  Það var þoka en betra hlaupaveður varla hægt að fá. Við höfum aldrei mætt eins mörgum hlaupandi á leiðinni, ég vona að Það sé ekki vegna þess að þau rati ekki heim til sín..... nei, það var ekki svo mikil þoka og svo hleypur enginn lengur nema vera með GPS.  Það er nú þvílík snilld..... maður varð frjáls frá sínum föstu mældu hringjum.

Á morgun kl. 10 förum við frá Lækjarskóla og í heimsókn til Óla og Dorritar.  Við höfum ekki boðað komu okkar formlega, enda eru Íslendingar ekki þekktir fyrir að hringja á undan sér, við erum vön að birtast bara á tröppunum og láta það ráðast hvort fólk á eitthvað fitandi með kaffinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband