Áramóta-annáll fyrir covid árið 2021

GLEÐILEGT ÁR 2022

verðlaun 2021Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á árinu 2022 um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Annáll þessa árs er skrifaður heima í Hafnarfirði... og eins og í fyrra voru engin maraþon hlaupin, enda fór ég ekki erlendis og Reykjavíkurmaraþoni var aflýst annað árið í röð... en verðlaunahrúgan hér til hliðar er fyrir ,,virtual" hreyfingu.

Ég átti ferð til Japans í Tokyó maraþonið í mars 2020 en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021... sem var frestað til okt 2021... því var aflýst og aðgangur minn fluttur til 5.mars 2023... 

Ég var prestur á Patró til 31.maí í ár, ég notaði tímann, hljóp og gekk... en það er hægara sagt en gert í svona ástandi að halda sér í formi en ég reyndi að hlaupa með Völu þegar ég fór suður... Ég sakna þess að vera ekki ráðin þangað þennan veturinn. 

Lengi vel vonaði ég að Reykjavíkurmaraþon myndi verða... sem hefði ekki gagnast mér neitt, því ég ökklabraut mig á 17.júní... en því var aflýst... 

Ég fór í augasteinaskipti 9.júní og var varla búin að jafna mig eftir það þegar ég ökklabrotnaði...
Ökklabrotið stal af mér sumrinu... því ég mátti ekki stíga í fótinn fyrstu 6 vikurnar og síðan rétt tilla í hann næstu 6v eða þangað til það var búið að taka skrúfurnar. Um leið og ég gat hökkt um á hækjunum reyndi ég að fara í gönguferðir um hverfið... og finna ratleiksspjöld sem voru amk ekki langt frá bílastæðum... Ég náði að finna 13 spjöld og fara aftur með barnabörnum að finna þau... Við urðum Léttfetar en til þess þarf að finna 9 spjöld.

Ég gekk hvorki á Helgafellið eða Esjuna né gekk Selvogsgötuna í ár.

Það eru komin rúm 2 ár síðan ég hljóp maraþon... staðan frá því áramótin 2019-2020 var svona og tölurnar hafa ekkert breyst.

Maraþonin eru ennþá 253
að auki, Ultra-hlaup 10
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2022

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband