Hreyfing í júní 2021

Alltaf gott að koma heim. þar sem ég hafði ekki hlaupið frá 1.maí ætlaði ég að fara skynsamlega af stað aftur, byrja að hjóla og ganga... þetta endaði samt á allt annan hátt... ég ökklabrotnaði á hægra fæti þegar ég datt af hjólinu á 17.júní. Nú er bara að bíta á jaxlinn.
Brotið sást ekki strax. 18.júní var hringt frá Slysó og ég boðuð í aðra myndatöku, brotið var staðfest, ég fékk stuðnings-gifs, var síðan kölluð í aðgerð á sunnudegi 20.júní.

 3.jún... 7 km ganga m/Völu
 5.jún... 3 km hlaup og 2,3 km ganga, ein
 7.jún... 10 km ganga að Hvaleyrarvatni, ein
 8.jún... 14 km hjól og 2,1 km hlaup um Hvaleyrarvatn m/Völu

 9.jún... Augasteinaskipti á h.auga, má ekki hlaupa.
11.jún... 5 km ganga að hundasvæði m/Hörpu
12.jún... 4,2 km ganga á Stórhöfðastíg m/Helgu
13.jún... 6,5km ganga í Garðakirkju og 1 km í Krók
14.jún... 15 km hjól og 2,1km hlaup um Hvaleyrarvatn m/Völu
15.jún... 18,1 km hjól m/Völu +1km ganga
16.jún... 22,6 km hjól og ganga á Krýsuvikurvegi
17.jún... 20,2 km hjól... datt og ökklabrotnaði - slysó
18.jún... önnur myndataka, gifs 
20.jún... aðgerð og gifs... má ekki stíga í fótinn í 2 vikur

Ég er búin að vera með grindarlos í 24 ár og þoli ekki að fá allan þungann á aðra mjöðmina á hækjum, svo ég fékk lánaðan skrifstofustól á hjólum og ég nota hann undir hnéð. Þannig get ég ferðast um heimilið jafnvel með kaffibolla í hendinni.
Ég hef aldrei og mun aldrei deyja úr ráðaleysi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband