Reykjavíkur Maraþon 20.ág.2016

Reykjavik Marathon & Half Marathon, 10K, 3K, Relay
Reykjavík City, Iceland
20.august 2016
http://www.marathon.is/reykjavik-marathon

Númerið í Reykjavík 2016Ég brá út af venju og sótti númerið á fimmtudeginum. Númerið mitt er 1243. Nú er bara að reyna að haga sér eins og sá sem á að hvíla sig - en það er alltaf erfitt.

Ég komst nokkuð snemma í rúmið í gærkvöldi og svaf nokkuð vel. Klukkan var stillt á 5:45 Fyrir start í Reykjavík 20/8 2016Morgunmaturinn var hefðbundinn og venjulegur undirbúningur er alltaf öðruvísi þegar maður er á heimavelli og þekkir allar aðstæður. Ég var búin að gefa það út að líklega yrði þetta síðasta heila maraþonið mitt í Reykjavík... heilt maraþon 20 ár í röð í Reykjavík er bara ágætt... en það kemur víst ekki í ljós fyrr en á næsta ári.

Startið Reykjavík 2016Maraþonið var ræst 8:40 og Lúlli beið við Fríkirkjuna til að mynda startið. Edda og Inga Bjartey voru við 1 km fyrir CCU. Veðrið var hið besta - það er ekki oft sem ég hef sett á mig sólarvörn 50 fyrir Reykjavík enda byrjuðum við í 13°c hita sem hækkaði í 16°c ef ekki meira þegar á leið.
Ég sá enga Marathon-Maniacs fyrr á leiðinni... og ég hafði alveg gleymt að athuga með hópmyndatöku... það er greinilegt að ég stend mig ekki.

Markmynd í Reykjavík 20/8 2016Ég hitti Lúlla í kringum 30 km og hann hjólaði með mér í löglegri fjarlægð þar til km var eftir. Mér gekk bara ágætlega, þjónusta hlaupsins hefur batnað á ýmsum hlutum leiðarinnar þar sem drykkjarstöðvum var fjölgað enda full þörf á því þegar veðrið er svona gott. 

Þetta maraþon er nr 204,
Garmurinn mældi það 42,72 km og tímann 5:58:40


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband