Vá, hvað ég hef verið léleg að blogga um hreyfinguna...

Ég verð að bæta úr þessu þegar ég kem heim aftur...hér semsagt uppfærsla þó sein sé... bara svona til að halda reikningsskapnum áfram. 

Síðasta færsla var 23.ágúst og um,
Reykjavíkurmaraþon... 42,73 km - 5:44:51
25.8 - hjól 19,3 km í roki og rigningu...
28.8 - leitaði ég að spjaldi í ratleiknum, 14.2 km ganga og 4,2 km hjól.
29.8 - syndi 1000 metra skriðsund og hjólaði 2 km.

September...
1.9 - lagði það á mig í roki og rigningu að hjóla (5 km )út á línuveg, þaðan fannst mér vera styttst í síðustu 2 spjöldin í Ratleiknum (14 og 15). Síðan leitaði ég í hrauninu að þessum spjöldum og Garmin mældi þá göngu 13 km. Ég mætti ekki EINNI hræðu þennan dag, en hjólinu var stolið þar sem það lá læst hjá línustaur nr 12... Ég leitaði um allt í ca 45 mín en lagði síðan af stað gangandi heim... Náði símasambandi í iðnaðarhverfinu og Lúlli sótti mig... 4,5 km ganga í viðbót.
8.9 - hljóp með Völu, Hrafnistuhringur 12,5 km
10.9 - hjólaði (á Lúlla hjóli) 14,4 km, út á línuveg að leita betur.
11.9 - hljóp hring um Ástjörn, 5,3 km
12.9 - 1200 m skriðsund
15.9 - Hrafnistuhringur með Völu, 12,5 km
17.9 - Krísuvíkurvegur, 11,4 km
19.9 - hringur um Ástjörn, 5 km + 1200 m skrið + 2 km hjól
22.9 - Helgafell með Völu, hjól 20,5 km + 5 km ganga
24.9 - Hringur um ÁSstjörn, 5,2 km í roki og rigningu
26.9 - Hringur um Hvaleyrarvatn (að heiman) 11.km + 1200 m skrið + 2 km hjól
29.9 - Hrafnistuhringur með Völu, 12,5 km

Október... 
2.10 - Hringur um Ástjörn og hverfið, 5,5 km
3.10 - 1200 m skrið
6.10 - Hringur um Ástjörn með Völu, 6,5 km

9.10.... farið út í hlaupaferð - 5 maraþon á 9 dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband