Bay of Fundy International Marathon Maine 15.júní 2014

Bay of Fundy International Marathon
& 10K Lubec, ME USA

One marathon - Two countries. 15.júní 2014.

http://www.bayoffundymarathon.com  

Bay of Fundy, Lubec Maine - Canada 15.6.2014

Ég vaknaði við klukkuna 3:30 og gekk í að gera allt þetta venjulega fyrir hlaup. Á meðan ég var að teypa tærnar heyrði ég að það var ausandi rigning úti... Það þýddi smá breytingu... redda plastpoka til að vera í og Lúlli ákvað að vera eftir og tékka sig út kl 12... og hanga einhvers staðar þangað til ég kæmi til baka. 

Bay of Fundy, Lubec Maine - Canada 15.6.2014

Ég fór því ein norður og var rúman hálftíma á leiðinni. Á miðri leið keyrði ég út úr rigningunni og sá hana ekki meir. Ég var mætt við skólann fyrir kl 6 am og tók rútu á startið.

Bay of Fundy. Það rétt grillir í vitann í Kanada, 15.6.2014

Startið kl 7am var við vita sem er austasta kennileiti USA.
Hlaupið var þaðan um 6 mílur að brúnni til Kanada... yfir brúna og 10 mílur á nyrsta tanga hennar að vitanum þar, sömu 10 mílur til baka, yfir landamærin og svo í mark. Leiðin var EIN BREKKA... ótrúlegt hvað ég er seig að finna þessi brekkuhlaup.

Það góða var að ég hafði hvílt hnéð í viku og gat skokkað inn á milli alla leiðina... og svo tók ég fullt af myndum. Þegar ég hljóp yfir landamærin sagði ég eins og James Bond: Nothing to declare - just a cello. 

Bay of Fundy, Lubec Maine - Canada 15.6.2014

Þetta er fimmta og síðasta maraþonið í þessari ferð - þau voru í 5 fylkjum... og ég held að þetta sé ljótasti verðlaunapeningur sem ég hef fengið... en kannski á hann að tákna eitthvað sem ég skil ekki ??? bakhliðin hefur mynstur eins og ígulker... en þessi bær hélt ég að væri þekkur fyrir humarveiði.

Eftir maraþonið, var ég keyrð til að sækja bílinn og svo keyrði ég til Machias að sækja Lúlla svo við gætum keyrt til Manchester NH. Þetta mun taka allan daginn... Áætluð heimferð er á morgun EN það er verkfall hjá flugvirkjum. 

Maraþonið er nr 175, garmurinn mældi vegalengdina 26,6 mílur og tímann 6:03:51 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband