Center of The Nation #2, SD 17.9.2013

http://mainlymarathons.com/center_series 

Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013

ÞETTA MARAÞON VAR ERFITT.

Startið var í garði við þessa götu. Það var óþarfi að vakna "eld"-snemma. Klukkan var því stillt á 4:30... en mér varð ekki svefnsamt, ég held ég hafi örugglega gleymt mér öðru hverju en mér fannst ég ekki sofa neitt.

Við vorum mætt á startið á réttum tíma. Á þessum bletti er nákvæmlega miðpunktur Ameríku, og sjálfsögðu tókum við myndir af okkur á þeim bletti og þær fara á facebook.

Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013

Eins og í gær voru 12 leggir fyrir heilt og 6 fyrir hálft. Það var ekki jafn auðvelt og í gær og margar ástæður fyrir því. Stærsta ástæðan var hitinn. Fljótlega hitnaði verulega og eftir 2 tíma var götuhitinn kominn í 35°c og síðan 37°c þegar ég kláraði.

Eftir tvo tímana voru það aðeins þeir hörðustu sem hlupu eitthvað að ráði - hinir voru farnir að ganga meira en skokka. Við vorum á steinsteyptri stétt allan tímann og hún var frekar mjó fyrir þennan fjölda.

Center of the Nation #2 SD, 17.9.2013

Ég hef sjaldan verið eins fegin að klára hlaup, var komin með stóra blöðru á hælinn og svakalega þreytt í bakinu af því að ganga svona mikið.

Tíminn er ekki glæsilegur... yfir 7 klst og ég var ekki síðust.
Garmin mældi leiðina 42,7 km... of langt eins og í gær.
Þetta maraþon er nr 163 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband