Gögnin sótt í Bowman N-Dakota

Í S-Dakota, á leiðinni til N-Dakota

Við lentum í Denver síðasta föstudag (13.9) og vegna hörmungarflóða sem ollu neyðarástandi fyrir norðan Denver, vorum við teppt fyrsta kvöldið í Denver og við vorum óviss um hvort ferðin væri ónýt hjá okkur... EN við vorum blessuð og komumst krókaleið framhjá flóðasvæðinu og keyrðum um 600 mílur til Bowman.

Fyrst keyrðum við í gegnum Wyoming til S-Dakota og og þaðan norður til N-Dakota. 

Hér er ekkert um að vera... engin veitingahús opin, búðir eða neitt. Lúlli borðaði afganginn af kjúklingnum en ég fékk mér SUBWAY, það var eina sem var hér.

Gögnin í Center of The Nation 15.9.2013

Við sóttum gögnin, ég hef númerið 27 í öllum hlaupunum. Ég fékk glæsilegan start-pening sem ég hengi síðan hvern nýjan pening neðan í... og þeir eru sko ekkert slor.

Við gistum á Áttu, og þau ætla að hafa morgunmatinn til kl 4:30 svo við fáum að borða áður en við förum.
Maraþonið verður ræst kl 6:30 á morgun (mánudag 16.9).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband