An Update !

10.júlí hjóluðum við Vala upp í Kaldársel og gengum á Helgafellið. Þetta kom í stað hefðbundins Hrafnistuhrings. Ferðin hjá mér var 19 km hjól og 5 km ganga. 

11.júlí var ég að passa Matthías og við gengum ca 4,5 km og fundum 3 spjöld í ratleiknum.

12.júlí fór ég í beinmótunar-aðgerð yfir jöxlum í efrigómi og skrúfur... Ég er með 5 sauma-raðir í gómunum og er nauðbeygð til að taka það rólega í viku til 10 daga - má ekki hlaupa. Það verður ekki erfitt, því þetta tók á.

13.júlí gekk ég ca 4 km með Eddu og Berghildi að finna sömu spjöldin og við Matthías fundum, en þegar maður er að fara í 3ja sinn á staðina, þá þarf ekki að leita ;)

16.júlí fórum við nokkur og fundum 4 spjöld saman, ca 5 km ganga. 

17.júlí hjólaði ég rólega 10 km og fór síðan í spjaldaleit, gengum ca 3 km

19.júlí hjólaði ég í roki og rigningu upp í Vatnsskarð og náði 20,5 km

20.júlí hjólaði ég eftir Reykjanesbrautinni að brúnni við Vatnsleysuströnd og Keili og náði þá 31,7 km.

21.júlí gekk ég Selvogsgötuna í roki og rigningu. Venjulega geng ég hana héðan til Selvogs en að þessu sinni lagði ég af stað frá Selvogi og gekk að Bláfjallaafleggjara. Eini kosturinn var að hafa vindinn og rigninguna í bakið. Leiðin mældist 15 km á nýja úrið og tíminn var 3:05:05


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband