Vindur, regn og él

Og ég sem hélt að vorið væri komið... Ég skellti mér út fyrir hádegi... veðrið var ágætt og veðurfræðingur heimilisins var búinn að láta mig vita að það ættu að vera él seinni partinn. Ég breytti meira að segja út af vananum, hljóp út úr hverfinu og upp Krísuvíkurveginn upp að Bláfjallaafleggjara og snéri við... Það rigndi öðru hverju og á heimleiðinni kom hörku-stingandi-ískalt él... það hefur sko ekki ætlað að missa af mér.

Ég var hrakin, blaut og ísköld þegar ég kom heim en ánægð með að hafa farið út.
12 km í dag :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband