Ágætis veður en skelfileg færð

Ég snattaðist um bæinn um og eftir hádegið og skellti mér svo í hlaupagallann. Veðrið var bara ágætt miðað við allt... en færðin var hreinasta skelfing. Vindurinn var ekki til svo mikilla leiðinda, smá fjúk og enginn kuldi þannig lagað.

Auðvitað fór ég Hrafnistuhringinn... hvað annað. Sumsstaðar voru gangstéttir skafnar og snjórinn þéttur en annars staðar var hnédjúp ófærð eða laus snjór með klaka undir. Það var hægt að halda hraða á smá köflum en ég var oft komin niður í gönguhraða í ófærðar sköflunum.

Hrafnistan, sennilega í síðasta sinn á árinu 12,5 km :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband