Hoover Dam Marathon 29.okt. 2011

Hoover Dam Marathon 29.10.2011Hoover Dam Marathon, 1/2 Marathon & 10K

29.okt. 2011; Lake Mead N.R.A. ~ outside of Las Vegas, NV
http://www.calicoracing.com

Við keyrðum til Boulder City í gær og sóttum gögnin, borðuðum og fórum síðan á hótelið til að hvíla okkur. Það var ekki sofið mikið þar-síðustu nótt og það er ennþá þreyta í mér.
Hoover Dam Marathon 29.10.2011Klukkan var síðan stillt á 3:40 en ég var alltaf að rumska og hætti að bíða eftir klukkunni kl 3:20

Við vorum búin að kaupa okkur morgunmat en ég saknaði þess að hafa ekkert kaffi. Við lögðum af stað til Boulder City kl 5. það eru um 45 km á startið... sem er við Lake Mead (á verndarsvæði) rétt hjá Boulder City.

Hoover Dam Marathon 29.10.2011Myrkrið gerði það að verkum að við áttum erfitt með að finna útafkeyrsluna en við vorum komin þangað rétt fyrir kl 6.

Leiðin var erfið og byrjaði leiðinlega... fyrstu 3 mílurnar voru upp og síðan tók við malarstígur upp í fjöllin og leiðin lá í gegnum 5 gömul námagöng... niður hinu megin og alla leið að bílastæðunum við Hoover Dam... sem ég sá aldrei í hlaupinu þó það heiti Hoover Dam Marathon.

Hoover Dam Marathon 29.10.2011Þá lá leiðin til baka... með aukalykkju fram hjá markinu tvisvar sinnum...

Þessi -fram og til baka- leið var bara hálft maraþon svo það var nauðsynlegt að fara hana tvisvar... bæði brekkurnar fyrir og eftir göngin sem voru nú orðin 20.

Hoover Dam Marathon 29.10.2011Ég hitti Lúlla og fékk myndavélina hjá honum til að geta myndað göngin í seinni ferðinni.

Það var svalt í upphafi en síðan tók hitinn við... sólin skein eins og henni væri borgað fyrir það og ekki skýhnoðri á lofti. En maður klárar ALLTAF. Ég þurfti að fara úr skó og sokk einu sinni á leiðinni til að losa sand og tékka á blöðru því ég rann svo til í skónum. Það mættu fullt af maurum á staðinn... en ég var of þung ;)

Þetta maraþon er nr 136
Garmurinn datt út í lengstu göngunum og mældi það því styttra, eða 26,09 mílur og tímann 5:58:16


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 5:56:14 en byssutími 5:59:21

81/97    Bryndis Svavarsdottir             Hafnarfirdi, Icelan   795    54   F       6 50-59              2:23:52     5:56:14     5:59:21    

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 30.10.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband