Vormaraþon FM

Gögnin voru sótt í gær og gengið frá því að ég mætti byrja fyrr... Ég svaf frekar illa en var búin að ákveða að vakna kl 4
Bíðari nr 1 fékk afleysingaróður svo ég fór ein... lagði af stað að heiman rétt fyrir kl 5... það átti ekki að missa af því ;) Auðvitað var enginn kominn svona snemma og kamarinn læstur - ekkert annað í stöðunni en að drífa sig af stað.

Fyrst var rigning með einni og einni slyddu (JÁ ÞAÐ VAR KALT)... síðan fjölgaði slyddunum heldur betur og í lokin hét þetta snjókoma. Mér gekk ágætlega fyrri hlutann en hef sennilega sparað aðeins of mikið vatnið sem ég var með, fyrsta drykkjarstöðin var tilbúin á 26 kim... og ekki var kuldinn til að bæta úr, eftir snúninginn í seinni ferð varð ég að vanda mig mjög í hverju skrefi og ganga á milli svo ég fengi ekki krampa í báða kálfa.

En ég er á lífi, 128. maraþonið fallið og tíminn 5:13:08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband