Vetur í morgun, vor um hádegið, sumar eftir hádegi, haust fyrir kvöldmat, vor eftir kvöldmat...

Maður verður að kíkja á dagatalið... á að vera vetur, sumar, vor eða haust... snjór úti - autt - sól - hagl hvar endar þetta?
Ég er í próflestri... fór í smá göngutúr um kl 3 og hljóp síðan með Völu kl 5... við fórum Hrafnistuhringinn eins og vanalega, ég var voða fegin að heyra að Vala hafði verið slæm í maganum og svimaði í síðustu viku... það var ekki af illgirni sem ég var fegin - heldur smá von fyrir mig - ég er þá ekki alveg að gefa upp öndina.

Við fengum frábært veður, snjórinn frá í morgun var bráðnaður, smá rok og svo kom hagl í lokin.
Hrafnistuhringur 12,5 km í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband