SunTrust National Marathon DC, 26.3.2011

SunTrust National Marathon & Half Marathon, Washington, DC USA
26.mars March 2011
http://www.nationalmarathon.com

Þetta hefur verið sögulegt ferðalag... Við lentum í New York kl 19 á fimmtudagskvöldið og vorum EKKI með þeim fyrstu að fá töskurnar... þurftum að bíða LENGI eftir bílnum... sem ég uppgötvaði eftir 15 mín að var bensínlaus... Við vorum síðan 2-3 mömmutíma sem eru 6 klst á íslensku að keyra til Washington DC. Þegar við komum þangað hafði herbergið okkar verið afpantað... mistök hjá Super8.com... ég hafði pantað 2 herbergi og afpantað annað þeirra. Fórum að sofa um kl 4 um nóttina.

Við sváfum í 3 tíma fyrstu nóttina, þá var farið í búðarráp og ég sótti gögnin fyrir hlaupið. við komum frekar seint heim aftur, ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að sofa umkl 10.

Svaf ágætlega, vaknaði kl 3:30, græjaði mig og var lögð af stað rúmlega 5. ég var um hálftíma að keyra á staðinn. þeir voru að byrja að loka götunum en ég fann gott bílastæði. Síðan tók þetta venjulega við. Það var svo kalt að ég beið mestan tímann inni í höllinni.

Eftir að hafa farið út, þrætt klósettröðina og komið mér á básinn, kólnaði ég svo niður að fæturnir á mér voru dofnir/frostnir þegar skotið reið af kl 7... ég fór kl 7:26 yfir startlínuna. Það voru 6-tíma-takmörk og mér fannst ekki sanngjarnt að mæla það frá skoti...
Ég held ég hafi aldrei hlaupið með ennisband heilt maraþon í útlöndum fyrr. Það var kalt og vindur, og sólin gat ekki einu sinni hlýjað.

Washington DC er ekki fylki og því ekki talið með í 50StatesMarathonClub en er aftur á móti talið með í 50andDCmarathongroupusa, þannig að þegar ég klára DE hef ég klárað báða klúbbana.

SunTrust marathon er 127. maraþonið mitt... enn er eitt fylki eftir
Hlaupið mældist 42,2 km þrátt fyrir að detta út í undirgöngum.
Garmurinn minn mældi tímann 5:18:58


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bryndís, Gaman að sjá hvað þér gengur vel. Innilega til hamingju. Kveðja, Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 14:11

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins er flögutíminn 5:19:01

Bryndis Svavarsdottir, 5:41:07 2702 971 / 30 F50-54 5:19:01

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 29.3.2011 kl. 14:21

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Ekki sló spennunni niður á heimleiðinni, sem var bæði "aðeins" vanreiknuð í tíma ;) hummm... þ.e. ekki gert ráð fyrir umferðarteppum eða vitlausum beygjum. Þegar við vorum í S L O W-motion í New York eftir ranga beygju, þá hringdi Harpa til Óla og bað hann að hafa samband við Icelandair og láta vita að okkur seinkaði "smá". Hún fékk 800-númer og hringdi, hálftíma fyrir brottför vorum við að tæta allt dótið út úr bílaleigubílnum, hlupum með 250 kg af dóti í airtrain... biðum eftir lestinni, terminal 7 auðvitað á síðasta stoppi... hlaupið að tékki, töskum hent inn, fengum að fara fram fyrir alla í eftirlitinu og hlupum að hliðinu. niður ranann og við dyrnar á flugvélinni náðum við í skottið á þeim síðasta sem var að fara um borð... hjúkk... Guði sé lof :*

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 29.3.2011 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband