Hlaupa-annáll 2010

verðlaunapen 2010Árið 2010 var ágætis hlaup-ár hjá mér þó ég færi ekki mörg maraþon, hljóp aðeins 8 á þessu ári.
Kannski er ekki hægt að miða við síðustu tvö ár... 20 stk 2009 og 17 stk 2008 en ég gat farið oftar og lengri ferðir út þegar ég tók mér ársfrí frá skólanum Kissing
Hér er mynd af verðlaunapeningum ársins.

3 maraþon voru hlaupin hér heima og eru nokkuð mörg ár síðan ég hef verið á landinu til að hlaupa bæði vor-og haust-maraþon Félags maraþonhlaupara en auk þeirra hljóp ég heilt maraþon 14.árið í röð í Reykjavík.

Þau 5 maraþon sem eftir er að telja voru hlaupin í USA - hvað annað. Um síðustu áramót var ég komin með 44 fylki en nú eru 49 fallin... og aðeins EITT eftir.
Ég sé núna að þetta hefur verið frekar slappt ár, aðeins farnar 3 ferðir til USA... hlaupið í MA, RI, CT, IN og OH... en síðustu 3 maraþonin voru hlaupin á einni viku.
Bíðarinn kom tvisvar með, ekki til Rhode Island - þá fór ég ein.

Nú er bara DE (Delaware) eftir Cool
Tvær ferðir til USA eru þegar pantaðar... 26. mars hleyp ég í Washington DC og dæturnar versla Wink
15. maí verður hinum stóra áfanga náð þegar síðasta fylkið -DELAWARE- fellur og þá ætlar yngsta systir og fjölskylda að koma með Wizard 

Hlaupnir kílómetrar á árinu 2010 reiknast 2318,5 km... en að auki gekk ég heilmikið þegar tók ég ratleik Hafnarfjarðar með Svavari, Tinnu Sól og Berghildi og nokkrar fjallgöngur og gönguferðir voru einnig farnar Whistling

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er virkilega flott ár hjá þér Bryndís. Til hamingju með það. Svo óska ég þér gleðilegs árs og hittumst fljótlega og hlaupum saman.

þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband