Ein í leiðinda veðri

Ég hef ekki hlaupið síðan á þriðjudaginn... skólinn og flutningar heimasætunnar upp í Grafarvog (á enda veraldar) urðu til þess að hlaupin frestuðust.

Fyrsta vikan í skólanum er kanski ekki svo erfið en það eru bókakaup, stofu-skiptingar og hlaup á milli bygginga. 

Þar sem dæturnar eru fluttar úr Keflavík nennti ég ekki að keyra suðureftir til að hlaupa Suðurnesja-hálf maraþon og hljóp FRÍTT Garðabæ hinn meiri með lengingu bak við Haukahúsið.
Veðrið var leiðinda rigningarsuddi og rok, oft blessunalega í bakið en síðustu 5 km voru strekkingur á móti.

Hringurinn var 20 km Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gaman að heyra að ungt fólk nennir enn að hlaupa; sjálfur hætti ég fyrir 15 árum þá 45 ára eftir að hafa hlaupið mikið í 20 ár. Síðan hef ég stundað hjólreiðar mikið og gengið líka. Gangi þér allt í haginn, Kv.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Þakka þér fyrir :* sérstaklega fyrir að telja mig unga ;)

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 5.9.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband