Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Maraþon á landsmóti UMFÍ, 11.07.2009

Start, Akureyri 11.7.2009Ég hafði skráð mig í maraþonið vegna þess að ég var búin að lesa að ég gæti hætt við fram á síðustu stundu... og ég ætlaði ekki norður - punktur... Bíðari nr 1 var ákveðinn að fara.

Á fimmtudag var kominn tími til að hætta við því ég ekki enn búin að fá gistingu... en ég á svo góða vinkonu hana Björgu sem reddaði okkur raðhúsi skyldmenna Palla... Það var því rennt norður á föstudag... gögnin sótt, borðað pasta og blíðunnar á Akureyri notið fram í fingurgóma. Fólkinu sem treysti okkur fyrir húsinu sínu er ástsamlega þakkað fyrir lánið á því.

Mark, Akureyri 11.7.2009Ég var í fyrri ráshópnum en við vorum 4 sem vorum ræst kl 8. Hringurinn um bæinn var ágætur en frá ca 12 km var lagt af stað út úr bænum og snúið við á 25 km punktinum. Sá kafli (26km) var mér erfiður, en það er bara ég, mitt vandamál æsist upp í vegarhalla... þá þarf ég að ganga á milli til að endurnýja hlaupalagið.

Öll umgjörð og þjónusta í kringum hlaupið var til fyrirmyndar þó ég segi alltaf að það sé allt of langt að hafa  5km á milli drykkjarstöðva.
Þá verð ég að segja að verðlaunaafhendingin var glæsileg með góðum veitingum. 

Því má bæta við... að í síðustu Reykjavíkurmaraþonum hef ég oft sníkt kók af starfsfólkinu á drykkjarstöðvunum... hér á Akureyri var boðið upp á kók á hverri drykkjarstöð og sagði starfsfólkið að kókið hefði slegið í gegn :)


Norðurbæjarhringur

Ég hljóp heim til Soffíu og við hlupum síðan saman 5 km hring um Norðurbæinn... Soffía kraftakona var nýkomin úr Jóga og svo ætlar hún að hjóla með HHK í kvöld... skyldi hún eyða restinni af deginum í golf ??? hún getur ekki verið kyrr.

Með hlaupunum fram og til baka mældist vegalengdin hjá mér 12,2 km.


Áslandsbrekkur

Það var Helgafellið á laugardaginn og Esjan í gær... gengið en ekki hlaupið.
Við hjónin höfðum nóg að gera í morgun, fórum á nokkra staði í Reykjavík og enduðum á að kaupa skápa í IKEA. Klukkan var að verða hálf 3 þegar við komum heim og ég hringdi fljótlega í Soffíu... best að athuga hvort hún er búin að hlaupa í dag.  Nei, hún var ekki búin að hlaupa og tilbúin í slaginn. Ég hljóp heim til hennar og við hlupum Áslandsbrekkurnar (7,2 km saman)

Alls fékk ég 13,8 km hring út út þessu... ekkert nema frábært... við ráðgerum að hlaupa næst saman á fimmtudag.


Ein á ferð í svitabaði

Soffía fór austur í hestavesen í gær og ekkert varð úr hlaupum hjá okkur... við Lúlli erum að taka herbergi í gegn á heimilinu svo það var látið ganga fyrir í staðinn.

Ég hljóp því í dag - ein - Hrafnistuhringinn 12,5 km... í þvílíku svitabaði, það var svo heitt úti. Sólin skein og blíðviðrið dásamlegt. Þetta er ekta ís og sólbaðsveður Cool

Ég geri ráð fyrir að hlaupa líka ein á morgun, nema ég nái í skottið á Þóru Hrönn !!


Hljóp með Soffíu

Við Soffía mæltum okkur mót heima hjá henni í hádeginu.  Eins og venjulega hljóp ég heim til hennar, sem er um 3,5 km og svo hlupum við okkar hefðbundna Norðurbæjarhring sem mælist uþb 5 km. Svo hljóp ég heim aftur... nákvæmlega mælt 12,2 km.

Það er orðið svolítið langt síðan við höfum hlaupið saman, því áður en ég tók síðustu maraþonsyrpu, var hún í átakinu ,,hjólað í vinnuna" og að æfa fyrir Hvannadalshnjúkgöngu... Við höfðum nóg að spjalla og ætlum að hlaupa aftur saman í hádeginu á morgun. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband