Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hlaupa-annáll ársins væntanlegur

Ég er enn aðeins eftir mig... var ekki búin að jafna mig eftir Seattle, eftir hálkuna og brekkurnar, þegar ég hljóp þetta hlaup.
Las Vegas Marathon var síðasta maraþonið mitt á þessu ári... svo ég viti ?

En allt gengur þetta samt yfir og áður en ég veit af verð ég komin heim aftur og farin að hlaupa með Þóru Hrönn og Soffíu  Grin

Ég hef ákveðið að setja inn samantekt yfir maraþonin á þessu ári, milli jóla og nýjárs... þ.e. áður en ég fer í næstu ferð. 
Næsta maraþon er í Jackson, Mississippi, 3.jan. 2009


Las Vegas Maraþon, 7.12.2008

Zappos.com Las Vegas Marathon, Las Vegas, NV USA
                       7.des. 2008
http://www.lvmarathon.com

Las Vegas Marathon 7.des.2008 Klukkan var stillt á 3:30...og ég hafði sofið ágætlega, þrátt fyrir að vera þreytt eftir keyrsluna í gær og stressið að vera á síðustu stundu að sækja gögnin.

Við lögðum snemma af stað... sem betur fer, við höfum aldrei kynnst öðru eins skipulagi á lokun gatna. Hótelið okkar er 4-5 mílum frá starti á sömu götu... Lögreglan lokaði öllum götum hér í kring 2 klst. FYRIR hlaupið og við vorum í algerum vandræðum að komast á start.

Las Vegas Marathon 7.des.2008 Þegar við loksins fengum réttar leiðbeiningar, þurftum við að fara norður fyrir maraþonleiðina og svo suður aftur. Það var lítil bið eftir bílastæði loksins þegar við komumst á staðinn og algjör heppni að starfsmenn á golfbíl keyrði okkur að startlínu...

Las Vegas Marathon 7.des.2008 Þegar ég komst inn í þvöguna, voru 2 mín. í skotið... Ræst kl. 6:05... Vá...
Hlaupaleiðin var ágæt, þó ég sé ekki hrifin af löngum og tilbreytingar-lausum ,,keflavíkurvegum" en það var ekki eins áberandi leiðinlegt þegar maður er alltaf í hópi annarra hlaupara.

Tíminn var 4:59:44 á mína klukku... og er ég hæstánægð með það... besti tíminn minn á árinu.
Þetta maraþon var hlaupið til heiðurs Berghildi systir, sem átti afmæli í gær.
Til lukku systir Kissing


Gögnin sótt í Las Vegas, Nevada

Við vorum á síðustu stundu, þetta er ekki sniðugt... máttum ekki seinni vera að sækja gögnin... Bæði var verið að loka expo-inu og svo var orðið dimmt, ekki gott að átta sig á hvaðan maður ætti að koma í nótt, svo maður lendi ekki á lokuðum götum.

Ég sit núna í Lobby-inu og blogga... klukkan er að verða allt of margt, ég er búin að stilla klukkuna á 3:30, hlaupið verður ræst kl.6 AM.  Nú er bara að hvílast eftir alla keyrsluna í dag.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband