Little Rock Marathon 5.mars 2017

Little Rock Marathon and Combo, with 5 km 

http://www.littlerockmarathon.com

20170303_Little Rock AR expoÉg lenti í Little Rock á föstudegi og sótti þá númerin fyrir bæði hlaupin. Í fyrsta sinn bjóða þeir upp á Combo... og ég valdi Marathon og 5 km... sem eru í fyrramálið. Öll hlaupin byrja á Scott st og enda á Main street.

Ég er auðvitað í tímaflakki svo ég var vöknuð á undan vekjaranum sem hringdi kl 4 am. Ég var búin að sigta út bílastæði og var komin þangað 2 tímum fyrir start.
5km voru ræstir kl 7:30 og mér gekk ágætlega,um 38 mín, passaði mig að vera ekki með neinn æsing. Veðrið var frábært, aðeins kalt í upphafi en svo hlýnaði... og peningurinn flottur.

20170304_Little Rock 5 kmKlukkan var stillt á 3:30 fyrir maraþonið kl 7 am. Ég heyrði strax að það var rigning. Eftir hefðbundinn undirbúning fór ég af stað, til að fá bílastæði á betri stað... það þýðir að maður þarf að mæta snemma. Ég beið um klst í bílnum en fór síðan í Convention Center fyrir Marathon Maniac hópmyndina...og til að komast á almennilegt klósett.

Myndatakan átti að vera kl 6:30... og af 137 MM var bara einn mættur og hann kom alla leið frá Íslandi... en svo komu nokkrir í viðbót.

20170305_Little Rock MarathonÞað dróst um nokkrar mínútur að ræsa hlaupið... og það rigndi jafnt og þétt. Göturnar eru mjög sleypar í rigningu. Hálfa marathonið fór af stað með okkur og leiðin var nokkuð slétt þar til leiðir skildu... þá fengum við allar brekkurnar sem voru eftir í borginni...

Ég hafði farið af stað með 6 tíma hópnum og týndi honum í lengstu brekkunni. Þegar míla var í mark hljóp ég fram úr fyrirliðanum sem var búinn að týna öllum úr hópnum. Ég var því á undan honum í mark. 

Þetta er í 3ja sinn sem ég hleyp Little Rock Marathon, í fyrsta sinnið var það í ágætis veðri, síðan í ísregni og núna í rigningu fyrst en síðan nær þurru veðri.  

Þetta marathon er nr 211 
Garmurinn mældi það 42,64 km og tímann 6:06:26

Í dag hljóp ég til heiðurs þrem afmælisbörnum, yngst er Eva Karen langömmu-dúlla sem er 3ja ára í dag, Helga frumburður og amma Evu Karenar er 42 ára í dag og Emil mágur sem er 51.árs í dag. Þau fá öll ómældar hamingjuóskir.


Bloggfærslur 5. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband