Luxor Marathon 12.jan 2018

Egyptian International Marathon & 100K, 22.2K, 12.3K, 5K
Luxor, Egypt

Rames Luxor 12.jan 201812.jan 2018
http://www.egyptianmarathon.com

Fyrsta maraþon ársins 2018 var ekki auðvelt. Ferðalagið var langt og svo var ferðin látin enda á hlaupinu en ég hef alltaf vilja byrja á hlaupinu og eiga síðan frí ef ferðin var meira en helgi. 

Útlendingar þurfa að kaupa pakka sem innfelur hlaupið, rútu til og frá starti og marki, 3 nætur á Jolie Ville hótelinu og lokahófskvöldverð sem er líka á hótelinu. Pakkinn var svo sem ekkert rosalega dýr og þægilegt að vera á staðnum. Hótelið er frábært.

Gögnin voru afhent á fimmtudegi kl 4:30 í anddyri hótelins, við fengum okkur svo kvöldmat og fórum snemma að sofa.

20180112_065455Ég lét símann vekja mig kl 4:15. Klæddi mig en gat ekki teypað tærnar eins og venjulega því eftirlitið á flugvellinum tók af mér sport-teypið og litlu skærin mín sem ég er búin að fara ótal sinnum með gegnum öryggiseftirlit í Ameríku... en kannski héldu þeir að ég gæti rænt flugvélinni með þessu. Sem betur fer tóku þeir ekki mjóan plástur sem ég nota til að teypa tvær tær saman því annars leggst önnur þeirra á hliðina og það er svo sárt.

Morgunmaturinn átti að opna kl 5 en ég kom korteri áður og þá var allt til. Rútan átti að fara kl 5:30 á startið en fór korteri of seint. Það var um 45 mín keyrsla á startið sem var við Hatshepsut hofið (heitu-kjötsúpuna). Þar voru klósett í upphækkuðum gámum og auðvitað rukkað fyrir klósettpappírinn. Ekkert klósett var á leiðinni og ég er búin að vera slæm í maganum undanfarna daga.

Startið var kl 7... hlaupið 1,2 km niður að gatnamótum og tekinn um 10km hringur framhjá ökrum og gegnum "smáþorp" þessi hringur var hlaupinn 4 sinnum, en enginn frá hlaupinu sá um talninguna. Tveir menn fyrir framan mig hættu eftir 10 km... Kannski því leiðin var frekar leiðinleg, undirlagið gróft og óskaplega þreytandi börnin sem héngu í manni og suðuðu um pening. Auðvitað er ég ekki með pening í hlaupi og einn strákahópurinn henti tómri vatnsflösku í hausinn á mér og fannst það rosalega fyndið.

20180112_Luxor MarathonFyrst var kalt, rosalegur reykur í loftinu af rusli sem fólkið er að brenna, síðan kom bakandi hitinn. Mér gekk vel fyrsta eina og hálfa hringinn en þá fór ég að finna fyrir blöðru á vinstra hæli og eymslum í hægra táberginu... undirlagið var gróft og tábergið er sigið. Seinni hringirnir voru skárri því ég þekkti þá... svo við Guð tókum einn í einu. Það voru ca 40 manns í heilu og mjög einmannalegt á leiðinni.

Við fengum vatn og bananabita á leiðinni en ég var með 3 gel með mér og tók þau frekar en bananabitana. Með þessu maraþoni get ég bætt við einu landi og einni heimsálfu en Egyptaland fylgir Afríku.

Við fengum verðlaunapeninginn afhentan í hófi um kvöldið.

Þetta maraþon er nr 223
Garmin mældi vegalengdina 42,27 og tímann 6:33:39

Ég get ekki mælt með þessu hlaupi.  


Bloggfærslur 12. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband