Hreyfing í nóv 2018

Ég var loksins komin með einhverja áætlun til að auka vegalengdir aftur, þegar ég tognaði í okt og það tók sinn tíma að ná sér aftur. 

 1.nóv... 10,62 km að og um Hvaleyrarvatn... 
 2.nóv... 1200 m skriðsund
 6.nóv... 10,3 km á bretti
 7.nóv... 8 km úti m/ Völu. fórum hægt og var góð :)
 9.nóv... 1200 m skrið
12.nóv... 8 km úti m/Völu, Hrafnistuhringur, góð
18.nóv... CUBA HAVANA MARABANA Cuba 42,59 km
25.nóv... PANAMA CITY MARATHON Panama 42,53 km
28.nóv... 6,2 km m/Völu, að Álftnesvegi. 
30.nóv... 1200 skrið... afmælissund 


Panama City Marathon, 25.nóv 2018

Marathon De Panama
Panama City International Marathon
 


Panama, Panama

25.November, 2018

http://www.corredoresdelistmo.com/web/

Við sóttum númerið á Hotel Plaza Paitilla Inn, á föstudegi. Ég er nr 0007 (Triple Bond). Heimasíða hlaupsins var frekar lélég upplýsingaleið... það var fyrir algjöra tilviljun að ég fékk að vita að startið væri kl 4:30... ég hélt það væri kl 7.

Ég var búin að vera með niðurgang frá hlaupinu á Kúbu og keypti mér loks steyputöflur á laugardag svo ég kæmist í gegnum maraþonið.

Ég reyndi að fara snemma að sofa og svaf ágætlega. Klukkan var stillt á 2 am. Töflurnar virkuðu og maginn var ekki til vandræða og kl 3:45 löbbuðum við á startið sem var um hálfa km í burtu.

Panama marathon 25.11 2018Hlaupið var ræst kl 4:30 í myrkri. Við þurftum ekki höfuðljós því einhverjir staurar voru á leiðinni. Fyrri hluti leiðarinnar var meðfram ströndinni, 14 km fram og til baka... en hinn leggurinn var 28 km fram og til baka inn í borgina... Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í maraþoni sem hleypur á miðjuakrein með bíla báðum megin við.

Skipulagið var ágætt og vel passað að allir færu rétta leið, sæmileg þjónusta á leiðinni ef manni líkar klórvatn í pokum... ég varð fljótt mjög svöng (maginn tómur) en það var ekkert að borða á drykkjarstöðvunum... en á uþb 30 km stoppaði hjólreiðamaður og bauð mér perumauk og orkugel, sem ég þáði... síðan fékk ég kókdós hjá öðrum vegfaranda og súkkulaði hjá meðhlaupara. Mér var bjargað :)

Hitinn fór upp í 35°c í hlaupinu en nokkrum sinnum fékk ég golu og ský dró fyrir sólina. Mér hafði ekki litist á blikuna í gær og vissi ekki hvort ég myndi komast í gegnum þetta út af maganum... Maður missir svo mikinn vökva með niðurgang, þess vegna er ég ótrúlega fegin að hafa klárað.
Ef þeir senda mér viðurkenningarskjal... þá er það EKTA Panama-skjal 

Þetta maraþon er nr 237
Garmin mældi vegalengdina 42,53 km og tímann 6:48:21


Cuba Marabana 18.nóv 2018

marabanita_index


Marabana Havana Marathon
 

Havana, Cuba
18.nov. 2018

http://www.maratonhabana.com/eventos/index/en

Við sóttum gögnin fyrir hlaupið á föstudegi, sama dag og við komum. Það var lítið expo á flottasta hótelinu þeirra. Ég er nr 230. Maraþonið er á sunnudegi. Við þorum varla að borða hérna, hreinlæti hefur annan staðal hér.

Við gistum í gömlu Havana sem er hálfgert fátækrahverfi, einstaka hús er uppgert. Ég svaf illa fyrir götuhávaða... enda er helgi... klukkan var stillt á 4:30 en við vorum vöknuð áður. Ég borðaði brauðið mitt, hafði mig til og kl 6:15 gengum við á startið... sem var stutt frá. 

Hlaupið var ræst kl 7... göturnar voru sumstaðar eins og sandöldur, fyrstu 7 km var hlaupið meðfram sjónum og vorum við laus við umferðina en eftir það fékk maður eitrið í æð. Bílaflotinn er mjög gamall og mengun frá þeim mikil. Það vantaði ekki brosandi fólk sem aðstoðaði á leiðinni. Á drykkjarstöðvum var boðið upp á vatn í flöskum og svaladrykki í plastpokum. þjónustulundin var einstök en fátt í boði á leiðinni eða er mikill skortur af öllum nauðsynjavörum hérna.

Cuba Marabana 18.11 2018Hitinn var ca 25°c... meðfram sjónum var andvari og stundum dró fyrir sólu. Heila maraþonið var 2 hringir og hræðilega erfitt að hlaupa í gegn og eiga annan hring eftir. Á seinni hringnum fór ég að fá í magann... (var síðan með niðurgang fram að næsta hlaupi)
Það voru engin klósett á leiðinni og eina leiðin til að komast í gegnum þetta, var að ganga. Mér tókst að klára án þess að vera síðust... ég sá í blaðinu daginn eftir, að Will Smith var á meðal hlaupara... Það var enginn verðlaunapeningur afhentur í markinu. "Peningurinn" var í expo pokanum og afhentur sem minjagripur.

Eftir sturtu fórum við út og fengum við okkur að borða og svo snemma að sofa... Flug í fyrramálið.

Þetta maraþon er nr. 236
Garmin mældi vegalengdina 42,59 km og tímann 6:51:07

 Marabana Cuba 2018

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband