Prairie Series #3 S-Dakota 18.júlí 2017

titlePrairieSD

 


Mainly Marathons, Prairie Series, dagur 3, S-Dakota

http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/south-dakota

Við komum við, á leiðinni suður, á staðnum þar sem hlaupið á að vera. Það er 20 mílur frá hótelinu... og betra að vita hvert maður á að fara í myrkri um hánótt. Við tékkuðum okkur inn á hótelið, ég tók til dótið og við fórum snemma að sofa. Vekjarinn var stilltur á 2:30 am

Um kl 11 var komið fárviðri, al-íslenskt-slagveður með rafmagnsleysi. Rafmagnið kom ekki á aftur fyrr en við vorum að stíga upp í bílinn. Höfuðljósið kom í góðar þarfir svo við gætum klætt okkur og undirbúið fyrir hlaupið.

Maraþonið var ræst kl 4:30 og var frekar óskemmtileg leið eftir grófum malarvegi 20 sinnum fram og til baka. Veðrið hékk þurrt, en hitinn var lúmskur, því mest allan tímann var skýjað og smá gola sem frískaði mann.

Þetta var virkilega erfitt maraþon fyrir mig, slæmt undirlag svo ég varð sárfætt, hitinn mikill, 500m hæð yfir sjávarmáli hefur áhrif þegar maður er þreyttur fyrir og svo datt ég niður í smá leiðindi. Ég held ég hafi aldrei drukkið jafn mikið í einu hlaupi en drakk samt ekki nóg... því eftir hlaupið fékk ég krampa í hendurnar þegar ég reyndi að klæða mig úr. Það hefur aldrei komið fyrir mig áður.

Ég var allra síðust í maraþoninu en einn sem var í 50k var á eftir mér. Ég fékk því skammarverðlaun... THE CABOOSE... síðasta vagninn í lestinni.

Til að kóróna hvað ég er mikill Maniac... dauðuppgefin, þá borgaði ég mig inn í tvö maraþon í september í nýrri seríu... ER ALLT Í LAGI MEÐ MIG ? 

Þetta maraþon er nr 216
Garmin mældi það 42,5 km og tímann 8:39:18 

PS. Ég held að ég hafi verið bitin af Tick í gær í Breckenridge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband