Prairie Series #2 Breckenridge ND 17.júlí 2017

titlePrairieNDMN

 

 

Mainly Marathons, Prairie Series Day 2, Breckenridge ND
17.júlí 2017

http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/north-dakota

Þetta maraþon er sérstakt fyrir mig. Ég pantaði nr 42 hjá Clint þegar ég hljóp á Kauai Hawaii í jan. Hlaupið er á 42 ára brúðkaupsafmæli okkar Lúlla og maraþon er einmitt 42,2 km... þetta getur ekki passað betur.

Við komum til Breckenridge síðdegis daginn áður og ég fékk númerið. Nokkrir voru enn í brautinni en í gær var fyrsti dagur seríunnar. Hitinn var um 30c og á að vera heitara á morgun. Við tékkuðum okkur inn á hótelið, ég tók dótið til og við fórum snemma að sofa. Klukkan var stillt á 3 am.

Maraþonið var ræst kl 4:30 í niðamyrkri. Ég var með höfuðljós. Startið var í Minnisota en markið í N-Dakota þannig að þeir sem hlaupa báða dagana fá bæði fylkin.
 

Það segir að fall sé fararheill... ég datt kylliflöt í myrkrinu á fyrsta hring... mig logsveið í lófana og annað hnéð... Leiðin var út og til baka 10 sinnum og smá lykkja að auki. Fljótlega vorum við í þrumum, eldingum og úrhelli í um klst. Þegar birti bættist regnbogi við flóruna á himni. Þegar leið á hitnaði verulega... hitinn kominn milli 80-90F í lokin.

Mér gekk ágætlega þrátt fyrir ferðaþreytu, tímamun og æfingaleysi.

Ég hitti fullt af brjáluðum hlaupafélögum sem sumir taka alla seríuna, 7 hlaup... og blanda þá saman heilum og hálfum.

Þetta maraþon er nr 215
Garmin mældi það 42,72 km og tímann 7:11:58  

PS. Talan 42 er sérstakt áhugamál hjá syninum og þess vegna skemmtileg tilviljun að tíminn minn er afmælisdagurinn hans 7.11


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband