ALOHA Series #3 Kaua´i Hawaii 21.jan 2017

title2017Aloha

 

 

http://mainlymarathons.com/series-3/aloha

Ég nota sama númerið áfram í seríunni, sem er nr 18. Við tókum það rólega seinnipartinn og fórum snemma að sofa... tókst samt ekki að sofa mikið. Klukkan var stillt á 2:30 því það er lengra á stöndina í Kapaa en í garðinn síðast. 

Eftir að hafa borðað, teypað tær og tekið saman dótið, lögðum við af stað. Það var hávaða rok og hafði rignt mikið um nóttina. Áður en hlaupið var ræst var komið íslenskt hágæða slagveður. Eins og síðast þurftum við að hlaupa fyrstu tímana með höfuðljós... og þá blandaðist saman hágæða slagveður, myrkur og sleypar gangstéttir. Við fórum 12 ferðir út og til baka.

En allt hefst þetta, eftir sirka 3 tíma rigndi bara með köflum en vindurinn jókst á snúningsstaðnum úti á tanga. Ég þekki örugglega annan hvern mann í Seríuhlaupunum og ALLIR þekkja mig... ég geri ekki annað en að auglýsa maraþonin heima (búin að gera það í mörg ár) og landið, sem hefur verið núna á BUCKET LIST svo margra í nokkur ár.

Mér gekk ágætlega, varð að vísu mjög stíf af hálkunni á gangstéttunum... en fóturinn hélt og ég var sæmilega góð eftir fyrri maraþonin... þetta er þriðja maraþonið í ferðinni. 
Maraþonið er til heiðurs elsku pabba sem hefði átt afmæli í dag. :*

Þetta maraþon er nr 210, 
Garmin mældi vegalengdina 42,61 km
og tímann 6:52:44

PS... verð að setja myndir seinna :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband