Atlantic City Marathon NJ 19.10.2014

Atlantic City Marathon & Half Marathon, 10K, 5K Run/Walk
Atlantic City, NJ USA, 
19.oct. 2014

Atlantic City Marathon 19.10.2014

http://www.ACMarathon.org

Ég var enn í hlaupagallanum eftir Baltimore þegar ég sótti númerið mitt í Atlantic City New Jersey. Ég rétt hljóp inn í Casino-ið, sótti það og út aftur... Við erum með hótel 2 mílur frá starti sem er kl 8 am... svo ég lét það eftir mér að sofa til kl 6 am. 

Atlantic City Marathon 19.10.2014

Eftir morgunmat og venjulegan undirbúning lögðum við af stað rétt fyrir hálf átta... þetta smellpassaði allt. ég gat rakað saman nokkrum Marathon Maniacs fyrir hópmynd rétt áður en hlaupið var ræst.  

Það er hvergi hægt að leggja bíl hérna nema í bílastæðahúsi og við fengum stæði á 11.hæð í húsi næst starti og marki.
Atlantic City Marathon 19.10.2014Lúlli kom með og notaði tímann á meðan ég hljóp... til að fara á ströndina og líta í kringum sig. 

Ég var ekki eins brött og í gær og leiðin var ekkert spennandi, ég hafði ímyndað mér hlaup meðfram strandlengjunni en við vorum send eftir "eins og augað eygir" götum í allar áttir... ég fékk skýringuna seinna... það var verið að senda okkur í alla fjóra bæina á strandlengjunni. Þetta virkaði ekki skemmtilega á mig en spretthlaupararnir hafa örugglega elskað svona beina braut.

Atlantic City Marathon 19.10.2014

Við fórum oft fram og til baka og þá hitti ég marga Maniaca og 50 State félaga á leiðinni. EN... maður minn hvað ég var fegin að koma í mark... 5 maraþon í 5 fylkjum á 9 dögum er kannski aðeins of mikið þegar maður æfir nær ekkert.

Þetta maraþon er nr 181
Garmurinn mældi tímann 6:35:22 og vegalengdina 25,79 mílur... vegna þess að gps-ið datt út í göngunum sem við fórum í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 6:35:32

BRYNDIS SVAVARSDOTTIR (F57) 6:36:21 818 349 6:35:32 HAFNARFIRDI, ICELAND

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 24.10.2014 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband