Reykjavíkur Maraþon 19.ág 2017

RMI-2017-LOGO-DAGSETNING

 

 

 

 

 

 

 

http://marathon.is/reykjavikurmaraton

Ég sótti gögnin kl 2 eða um leið og opnaði. Veðrið var dásamlegt og þónokkur mannfjöldi sem beið fyrir utan. Mér hafði verið boðið í sér teiti heiðursmanna klúbbsins kl 3 sem ég ætlaði ekkert endilega að sækja en endaði á að gera. Þar hitti ég nokkra gamla hlaupara.
Ég er nr 1505 þetta árið. Ég hitti Lovísu sem var að sækja sitt númer en Svavar sótti sitt í gær, þau ætla bæði 10 km.

Reykjavíkurmaraþon 19.8.2017Ég gerði þau mistök að fara of seint að sofa, þá stressast ég svo upp yfir því að sofna ekki strax að mér finnst ég "sofa vakandi" þ.e. hvílast ekkert. Mér finnst svolítið fyndið að upplifa svona núna með öll þessi maraþon á bakinu. Eitthvað hef ég sofið. því mig dreymdi að ég hefði misst af MM-hópmyndatökunni, væri of sein í startið, svo var búið að færa startið, í miðju hlaupi týndi ég leiðinni og hlaupaúrinu... hehe... einhverntíma hefði þetta kallast martröð. Hvað um það - ég vaknaði dauðþreytt.

Klukkan var stillt á 5:20 og ég var búin að taka til nýja tegund af morgunmat... vegan spagetti-rétt úr Costco. Það kom ágætlega út og var góð fylling í magann. Eftir að hafa græjað mig eða um 7:20 keyrðum við í Reykjavík, ágætt að vera tímanlega þegar allar götur eru lokaðar og amk 1,5km ganga á startið. Hópmyndataka Marathon Maniacs á að vera 8:10- 8:15. Við náðum ekki öllum MM á myndina - einhverjir að taka "síðasta piss"

Hlaupið var ræst 8:40 og ég passaði mig að fara rólega af stað. Veðrið var dásamlega gott og allir svo ánægðir sem maður hitti. Eins og venjulega hljóp ég með símann og tók myndir. 

Reykjavík 19.8 2017Tveir heimsmethafar voru í brautinni, Eddie Vega frá USA á tvö met í heimsmetabók Guinness, annað fyrir að hafa hlaupið berfættur í öllum fylkjum USA og hitt fyrir yfir 100 maraþon berfættur. Hinn heimsmethafinn er Dan frá Bretlandi. Hann á metið fyrir að hafa hlaupið maraþon í flestum löndum á einu ári (55).

Það var virkilega gaman að hitta þá MM sem komu núna en nú er verið að undirbúa REUNION fyrir MM á næsta ári og þá má búast við um og yfir 100 manns.

Ég er mjög ánægð með þetta maraþon, Lúlli hjólaði í námunda við mig síðustu 12 km... mér gekk bara vel þó ég hafi aðeins verið að berjast við krampa framan á lærum síðustu km. 

Þetta maraþon er nr 217
21. heila maraþonið í röð í Reykjavík
Garmin mældi leiðina 42,63 km og tímann 5:50:59

Lovísu og Svavari gekk líka vel í sínum vegalengdum :)


Hreyfing í ágúst 2017

Ratleikurinn er í fullum gangi, ég hef aldrei byrjað eins seint á honum og í ár eða 23.júlí... bæði vegna veðurs og aldrei þessu vant var ég erlendis í júlí. 

 1.ág... 7,6 km ganga fyrir spjald nr 10
 2.ág... 12,4 km hjól og 3,3 km ganga fyrir spjald nr 22
 4.ág... 9 km skokk kringum Ástjörn og fleira.
 6.ág... 12-1300m skriðsund... ruglaðist í talningunni
 7.ág... 9,11 km ganga í 3 spjöld... 12, 13 og 16
 9.ág... 9 km skokk, 2x Ástjörn m meiru
10.ág... 4,5 km ganga í Húshelli, nr 25
11.ág... Helgafell - 5 km ganga og 1200 m skrið
12.ág... 5 km skokk kringum Ástjörnina og 12,5 km ganga í 3 spjöld
14.ág... 16,3 km hljól m/ Völu
15.ág... 5,1 km skokk um Ástjörn
16.ág... 16,3 km hjól m/Völu
19.ág... Reykjavíkur maraþon 42,63 km
21.ág... 16,3 km hjólað m/Völu 
22.ág... 5 km skokk kringum Ástjörn
23.ág... 16,3 km hjól m/Völu
24.ág... 8 km skokk, 2x kringum Ástjörnina


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband